Hestamannafélagið Fákur auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar.

Starfið felst m.a. í eftirfarandi:

  • Veita forstöðu skrifstofu félagsins
  • Sjá um rekstur hesthúsa og Reiðhallarinnar
  • Tengiliður við nefndir félagsins
  • Umsjón með mótahaldi
  • Umsjón með skipulagningu helstu viðburða félagsins
  • Umsjón með umhirðu valla og svæðis
  • Tengiliður við stjórn Fáks
  • Úthluta verkefnum til undirnefnda eftir því sem við á
  • Miðlun upplýsinga til félagsmanna með t.d. samfélagsmiðlum o.s.frv.

Hæfniskröfur:

Umsækjendur þurfa að hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika, vera félagslega sinnaðir og hafa áhuga á hestamennsku. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að ganga í öll störf félagsins, jafnt utandyra sem innan.

Vera reiðubúinn að leggja sitt af mörkum í frekari uppbyggingu félagsins, vera skipulagður og lausnamiðaður. Vera jákvæður og samviskusamur og hafa drifkraft sem nýtist í starfi auk góðrar tölvukunnáttu og sjálfstæðis í vinnubrögðum.

 

Umsóknum skal skila eigi síðar en 31. október á fakur@fakur.is