Hið árlega söngpartý Brokk-kórsins verður haldið þann 25. apríl næstkomandi í Reiðhöll Spretts, veislusal.

Komdu og syngdu með Brokk-kórnum eina kvöldstund. Allir velkomnir!

Miðaverð er 1500 kr. og hver miði gildir sem happdrættismiði. Vinningar eru ekki af verri endanum, folatollar undir Hágang frá Narfastöðum, Bjarkar frá Blesastöðum, Styrk frá Stokkhólma, gasgrill, ostakörfur og margt fleira.

Veitingar að sjálfsögðu á sanngjörnu verði og hin annálaða söngbók Brokk-kórsins verður seld á vægu verði.

Húsið opnar kl. 19:30, hlökkum til að sjá ykkur.