Þriðja mótið í Meistarakeppni æskunnar og Íshesta verður haldið sunnudaginn 19. apríl nk. í Sprettshöllinn á Kjóavöllum. Keppt verður í fjórgangi í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki og er mótið opið fyrir alla í þessum aldursflokkum. Keppnisfyrirkomulagið er V2, 2 eða fleir knapar inn á vellinum í einu. Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni – raðað í holl eftir því. Þulur stýrir, hægt tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt. Ekki þarf að taka það fram að fylgt er keppnisreglum LH varðandi keppnisbúnað og járningarreglur.

Skráning fer fram á Sportfengur.com og lýkur föstudagskvöldið 17. apríl. Nánari dagskrá og ráslistar verða svo birtir á laugardeginum. Skráningargjald er aðeins kr. 500.

Þegar skrá á keppandia þarf að velja “Aðrir” sem hestamannafélag og í atburð velja Meistarkeppni Æskunnar og Íshesta. Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur.

Mótið hefst seinnipartinn á sunnudaginn (fer eftir skráningafjölda hvenær það hefst) og áætluð mótslok eru kl. 19:00 er úrslit klárast. Mótið er sjálfstætt sem slíkt en einnig er það liður í mótaröð Meistarakeppni Æskunnar og Íshesta og munu stigahæstu knaparnir verða svo verðlaunaðir í lok Meistarakeppninnar.

Eitt mót er eftir, fimmgangur, og það verður haldið þann 26. apríl í Fáki (keyrt með Líflandsmótinu)