Gæðingamót Fáks – Úrtaka fyrir Landsmót 2018 fer fram dagana 24. maí – 27. maí 2018 á félagssvæði Fáks í Víðidal. Skráning á mótið fer fram á Sportfengur.com og þarf að velja hvort mótið á að skrá á (Áhugamannaflokkar skráðir á sér mót). Skráning byrjar föstudaginn 18. maí og lýkur mánudaginn 21. maí 2018. Gæðingakeppnin er lokuð í ár þar sem mótið er jafnframt landsmótsúrtaka. En opið er í Tölt T1 og skeiðgreinar.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir varðandi mótið fara fram í gegnum tölvupóstfangið fakurafskraning@gmail.com

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:
A flokkur Gæðinga
A flokkur Gæðinga Áhugamenn
B flokkur Gæðinga
B flokkur Gæðinga Áhugamenn
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Pollaflokkur
100m Skeið
150m Skeið
250m Skeið
Tölt T1 Meistaraflokkur

Skráningargjöldin eru: A og B flokkur, Tölt T1 kr. 6.000.- / ungmenni, unglingar, börn og skeiðgreinar kr. 4.500.- Ath! Skráningargjöld eru ekki endurgreidd.

Drög að Dagskrá:

  • Fimmtudagur (20:00-22:00)): Skeiðleikar
  • Föstudagur (16:00–22:00): Ungmennaflokkur, Barnaflokkur, Tölt T1 Meistaraflokkur
  • Laugardagur (9:00–22:00): Unglingaflokkur, B flokkur áhugam, B flokkur, A flokkur áhugam. A flokkur
  • Sunnudagur (10.00-19:00): B úrslit í tölti, úrslit áhugamanna, Pollaflokkur, Úrslit í öllum flokkum.

Eigendur hesta sem og knapar í Fáki þurfa að hafa greitt félagsgjöldin fyrir árið 2018 til að hafa keppnisrétt.

Kveðja, Mótanefnd