Á komandi tímabili hafa fræðslunefndir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að samræmast um sýnikennslur og fræðsluviðburði. Ákvörðunin var tekinn til að auka fjölda á hverjum viðburði fyrir sig og geta því jafnvel haldið stærri og flottari viðburði fyrir hestafólk á höfuðborgasvæðinu.

Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði.

Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast við að halda fræðsluna.

Næsta sýnikennsla verður haldin fimmtudaginn 21.nóvember  í Lýsishöllinni í Fáki.  Sigvaldi Guðmundsson mætir ásamt börnum sínum Helga og Elísubetu. Sýnikennslan verður auglýst nánar á næstu dögum

Við hvetjum alla til að mæta á viðburðina og auka þekkingu og færni hjá sér og sínum hestum. Hlökkum til að sjá sem flesta á þeim flottu fræðsluviðburðum sem verða í boði í vetur.

Fræðslunefndir hestamannafélagana á höfuðborgasvæðinu.