Farið verður í góðan sameiginlegan reiðtúr nk. laugardag. Lagt verður af stað kl. 14:00 frá TM-Reiðhöllinni (stundvíslega). Riðið verður upp með Rauðavatni (tilvalið fyrir Almannadals- og Fjárborgarbúa að hittast í réttinni þar) og sem leið liggur upp að áningarstaðnum við Langavatn. Riðið inn á Reynisvatnsleiðina og komið svo niður hjá Almannadal og Rauðhólarnir riðnir heim.

Hist verður svo í Guðmundarstofu á eftir og sennilega verður boðið upp á eitthvað gott í gogginn.