Veðrið gott, verið að ryðja reiðleiðir svo það er ekkert til fyrirstöðu að fara sameiginlegan reiðtúr laugardaginn 27. febrúar eins og til hefur staðið. Stefnt er að því að ríða kringum Elliðavatnið í öruggri leiðsögn Ómars fararstjóra. Safnast verður saman við hringgerðið við D-tröðina (á leiðina úr Víðidalnum) því allt er  á fullu við Reiðhöllina vegna hundasýningarinnar. Lagt verður stundvíslega af stað kl. 14:00

Hlökkum til að sjá sem flesta

Útreiðarnefnd