Fréttir

Rekstur á völlum félagsins

Við viljum vekja athygli á breyttum rekstrartíma á völlum félagsins. Ekki er heimilt að reka á Asavellinum og stóra vellinum eftir klukkan 10:00 á daginn og það er stranglega bannað að reka á öðrum völlum félagsins.

Mikið hefur borið á því að verið sé að reka utan leyfilegs tíma og þykir okkur miður að svo sé. Ef svo heldur áfram endar með því að allur rekstur verður bannaður á völlum félagsins.

Virðum reglurnar og sýnum tillitsemi!