Opnunartími Reiðhallarinnar í Víðidal 2013
Virka daga:
9:00 – 14:00 fyrir korthafa.
Allir Fáksfélagar geta keypt kort sem gildir á þessum tíma. Kortið kostar kr. 7.000 per. mánuð en hægt er að kaupa 3 mánuði á kr. 18.000.-
14:00 – 22:00 fyrir skuldlausa Fáksfélaga en borga þarf aðgangslykilinn kr. 2.000 fyrir árið. Hægt er að leggja inn á 0535-26-1955 kt. 420197-2099 og þá er lykillinn virkjaður eða borga á skrifstofunni.
Stefnt er að því að hafa alltaf opið í fremri salnum fyrir almennan reiðmann. En þó eru alltaf einhverjar undantekningar og logar þá rautt ljós þegar salurinn er lokaður.
Lokað er annan hvern föstudag í mánuði frá kl. 15:00 til 22:00 því þá eru tvöföld reiðnámskeið í gangi. Þeir föstudagar sem um ræðir eru 1. febr. 22. febr. 1. mars 15. mars og 22 mars.
Um helgar er opið:
Laugardaga: frá kl: 13:00 – 17:00
Sunnudaga: frá kl. 13:00 – 17:00
Þar sem ekki er hægt að gefa nákvæmari tímasetningar varðandi opnunartíma reiðhallarinnar, þá er um að gera að fylgjast með ljósunum við aðkomudyrnar því grænt ljós logar þegar Reiðhöllin er opin fyrir alla – en rautt ljós þegar hún er upptekin.
Lausir hundar eru ekki leyfðir í Reiðhöllinni – vinsamlega takið tillit til þess. Allir skuldlausir félagsmenn í Fáki geta nýtt sér Reiðhöllina, með flögunni.
Rekstrarnefnd reiðhallarinnar