Rauðavatn Open fór fram Laugardaginn 10.janúar við frábærar aðstæður en þrátt fyrir mikið frost létu knapar og gangandi gestir það ekki stöðva sig en margt var um manninn að fylgjast með þessu glæsilega móti.
Mótanefnd bauð uppá kaffi, heimagert súkkulaði og kleinur til að hlýja öllum.
Hlíf Sturludóttir, formaður Fáks veitti verðlaun til knapa á svellinu
Þulur var Sigrún Hall
Dómari var Brynja Viðarsdóttir
Úrslit voru eftirfarandi:
Unglingaflokkur:
1. sæti – Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir og Gustur frá Efri-Þverá
2.sæti – Fríða Hildur Steinarsdóttir og Þyrnir frá Enni
3.sæti – Kristín Elka Svansdóttir og Upprisa
4.sæti – Jóhanna Dýrleif Guðjónsdóttir og Fegurð frá Skíðbakka
5.sæti – Erlín Hrefna Arnarsdóttir og Ástríkur frá Traðarlandi
6.sæti – Björney Anna Aronsdóttir og Hljómur frá Borgarlandi

Ungmennaflokkur:
1.sæti – Milla Logan og Seifur frá Brekkubæ
2.sæti – Nadia Dyrby og Krúna frá Ölduhofi
3.sæti – Andrea Isager Lindberg og Massi frá Staðarhofi
4.sæti – Svala Rún Stefánsdóttir Autrey og Heimssigur frá Hásæti
5.sæti – Sigrún Björk Björnsdóttir og Elva frá Staðarhofi
6.sæti – Inga Bárudóttir og Vídalín frá Tjaldhólum

2.flokkur:
1.sæti – Selma Rut Gestsdóttir – Lilja frá Hveragerði
2.sæti – Jagoda Zaslawska og Konráð frá Gunnbjarnarholti

1.flokkur:
1.sæti – Gunnar Eyjólfsson og Rökkvi
2.sæti – Hólmsteinn og Sigurvin frá Hólsbakka
3.sæti – Hlynur Þórisson og Sproti
4.sæti – Halldór Svansson og Órói
5.sæti – Bergey Gunnarsdóttir og Hljómur frá Litlalandi

Mótanefnd Fáks þakkar kærlega fyrir sólríkan, fallegan og kaldan dag! Við vonum að þið hafið haft jafn gaman að og við, vonandi verður hægt að endurtaka Rauðavatn Open að ári