Á morgun, þriðjudaginn 10. sept, verður opinn fundur í félagsheimilinu en þar koma m.a. allar nefndirnar í Fáki saman og fara yfir vetrarstarfið. Byrjað verður á kjötsúpu kl. 18:30 í boði Fáks en fundurinn hefst kl. 19:00. Á fundinum verður farið yfir hvernig vetrarstarfi Fáks sé best háttað þannig að allir félagsmenn séu sem mest virkir, því þannig verður hestamennskan skemmtilegri og öflugri fyrir alla. Skyldumæting fyrir nefndarfólk og allir beðnir að taka með sér áhugasama. Fundurinn er opinn fyrir alla sem vilja hafa áhrif á félagslífið í vetur og hvetjum við sem flesta til að koma og hafa gaman saman með okkur á fundinum og í vetur (enda ekki hægt að neita góðri kjötsúpu þegar haustin heilsar með rigningu og roki eins og veðurspáin er).
Allir að mæta og lauma sinni skoðuna að svo það verði gaman hjá okkur í vetur. 🙂