Á miðvikudagskvöldið verður haldið opið æfingamót í TM-Reiðhöllinni. Mótið er hugsað fyrir knapa sem vilja fá stöðumat á sig og hestinn sinn þar sem dómarar rökstyðja hverja einkunn með athugasemdum. Boðið verður upp á tölt, slaktaumatölt, fimmgang og fjórgang. Allir ríða sitt prógramm einir og fá svo einkunn og skriflegar athugasemdir frá þremur dómurum til að vinna úr.
Mótið hefst kl. 20:00 á miðvikudagskvöldið í TM-Reiðhöllinni og fá allir sinn rástíma en ekki vera riðin úrslit því mótið er fyrst og fremst hugsað sem leiðbeinandi fyrir knapa til að vinna úr.
Skráning á Sportfeng og er skráningargjaldið kr. 2.000. Skráningafrestur rennur út kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 21. mars