Aðalfundur Fáks var haldin í gærkvöldi. Fín mætin var á fundinn eða rúmlega 50 manns mættu. Það helsta sem gerðist á fundinum var að kosnir voru þrír nýjir stjórnarmenn en þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér áfram. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir góð störf í þágu Fáks en úr stjórn gengu, Guðmundur Jónsson, Hjörný Snorradóttir og Sævar Haraldsson. Nýir stjórnarmenn eru Hrefna Karlsdóttir, Hrönn Ægisdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Það er því ljóst að þau konur hafa tekið völdin í stjórn Fáks því þær eru orðnar fjórar af sjö stjórnarmönnum því fyrir var í stjórninni Sólveig gjaldkeri. Hjörtur, Logi og Þorri munu því vera í kvennafans næsta árið í það minnsta (og líkar það örugglega ekki illa  ef við þekkjum þá rétt).

Í máli gjaldkera félagsins kom fram að tap var á rekstri félagsins í fyrra en búið væri að gera margar breytingar á rekstrinum sem ættu að snúa þeirri þróun við. Einnig voru fulltrúar Fáks á Landsþing hestamanna kosnir og þegar kjörnefnd hefur talið atvæðin verða niðurstöður birta hér á vefnum. Ein tillaga var samþykkt á fundinum en hún kom frá Almannadalsfélaginu og var það ákorun til stjórnar að kanna möguleika á byggingu reiðhallar í Almannadal sem og fá frekari tímasetningar með uppbyggingu á svæðinu.

Fundarmenn voru sammála um að stuðla þurfi að betra aðgengi fyrir þá sem eru að byrja í hestamennskunni sem og styðja vel við þá sem eru þegar í hestamennskunni en margt gott hafi áunnist á árinu. Einnig voru menn hvattir af Ester, formanni Víðidalsfélagins, til að virða það að geyma ekki rúllur fyrir utan hesthúsin en það hefur aukist töluvert á svæðinu. Það veldur bæði slysahættu, því plastið flangsar til sem og þetta veldur meiri sóðaskap í hverfinu.

Formaður vor hvatti síðan fólk til að hafa samband við stjórnarmenn því við værum öll í hestamennskunni með sama markmið, að hafa gaman af hestamennskunni og ef eitthvað mætti betur fara þá væri betra að ræða það því orð væru til alls fyrst.

Fráfarandi stjórn á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í þágu félagsins (á myndina vantar Guðmund Jónsson).

Fráfarandi stjórn á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í þágu félagsins (á myndina vantar Guðmund Jónsson).