Þá er komið að T7 móti Fáks 2026 NýársT7 mótið mun fara fram laugardaginn næsta 31.janúar.

Flokkar sem verða í boði:

  • Pollar teymdir
  • Pollar ríðandi
  • Börn minna vön
  • Börn meira vön
  • unglingar
  • ungmenni
  • 3. flokkur fullorðnir – fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í keppni
  • 2. flokkur fullorðnir – minna keppnisvanir 
  • 1. flokkur fullorðnir – Keppnisvanir

Skráning verður uppí Reiðhöll frá 10:30 – 11:30 þar sem mótanefnd mun bjóða uppá vöfflur, heitt súkkulaði og kaffi. Mótið mun svo byrja 12:30 en ekki verður tekið við skráningum eftir kl 11:30.

Einnig er hægt að skrá sig í meðfylgjandi hlekk ef fólk kemst ekki á staðinn að skrá  – >
Skráningarhlekkur