Rúmlega 60 manns mættu á hugarflugsfundinn hjá Fáki sl. þriðjudagskvöld. Gaman var að sjá svona marga sem hafa áhuga á félagsstarfinu í Fáki og vilja leggja til hugmyndir og hjálparhönd í að skapa skemmtilegt félagsstarf í vetur. Kjótsúpan frá Silla kokk rann ljúft niður kverkarnar, en áður en blásið var til hópavinnu um hvernig við gætum elft félagsstarfið í Fáki hélt formaður vor, Hjörtur Bergstað, tölu og sagði frá helstu málum sem verið er að vinna að s.s. að koma veginum upp í Víðidal í endanlegt horf, finna lausn á kerrustæðavandamálum í dalnum, endurbætur á reiðvegum í nágrenninu og margt fleira bar á góma. Á hugarflugsfundinum voru nokkur efnisatriði til umræðu og komu fram margar góðar hugmyndir sem nefndir og stjórn Fáks munu vinna úr og reyna að hrinda í framkvæmd. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína til okkar og ætla að leggjast á árarnar með okkur í að hafa gaman saman í vetur og hlökkum mikið til að vinna með ykkur í vetur.

Stjórn Fáks
Helstu atriði sem voru kynnt frá umræðuhópunum eftir fundinn: (sjá nánar)
Ungir hestamenn: Hvernig höldum við utan um þá sem eru núna ungir áhugasamir hestamenn, eflum þá og  styrkum og hvernig fáum við unga fólkið til að byrja í hestamennskunni?
*Með fjölbreyttu og öflugu æskulýðsstarfi eins og verið hefur en heldur að bæta í það.

Nýjar hugmyndir s.s. að
*Hafa fastar æfingar fyrir alla t.d. 1 – 2 sinnum í viku og gera mismunandi hluti.

*Fasta reiðtúra t.d. á sunnudagsmorgnum með foreldrum, jafnvel að keyra eitthvað í burtu og ríða heim.

Námskeiðahald: Hverju má bæta við námskeiðahald hjá Fáki?

*Ræktunarnámskeið

*Nýta erlenda kennara sem eru að koma til landsins

*Járninganámskeið

*Hringtaumsnámskeið

*Polo námskeið

*Smellunámskeið

*Fóðrun og umhirða

*Kynning á dómsskala og keppni-námskeið

*Heimsókna nema frá háskólana frá Hólum og Hvanneyri

Hvernig virkjum við alla betur? Hvernig virkjum við betur þessa óvirku félagsmenn og þá sem eru ekki í félaginu en eru hestamenn?

*Betri kynningar á viðburður – virkja lykilmenn

*Endurvekja eitthvað fyrir alla

*Byrja fyrr með dagskrá vetrarins

*Halda áfram með mótaröðina

*Girða gamla Asavöllinn fyrir yngstu kynslóðina

*Búa til Fáks app

*Virkja flöskuna fyrir unglingadeildina

*Endurvekja kappreiðar

*Track keppnir fyrir alla

*Verkefnastjórar

*Kennslugerði sem hægt er að bóka tíma í

*Viðburðir t.d. tilkekt bæði vor og haust, reiðtúrar ofl.

Mótahald í Fáki – hverju þarf að bæta við?

*Fleiri mót eftir júní

*Mótröð vel heppnuð –má auglýsa betur

*Fleiri flokka í mótaröðina

*Heldri borgara mót

*Kappreiðarmót t.d. brokk, stökk

*Boðhlaupsmót á gangtengunum

*Liðakeppnir milli gatna

*Endurvekja bleika mótið

*Einkunnaskráningar eing og metamótinu

*Mottumót í mars fyrir karlpeninginn

*Hafa reiðhallarmót inn í  mótaröð

*Bæta fimi inn í Reykjavíkurmót og mótaröð

*Seinka reykjavíkurmóti um eina Helgi

*Halda betur utanum um myndir frá mótum

*Betri tengilliðalista

*Nefndarformenn hafi aðgang að Fákssíðunni

Sýningar – Reiðhallar eða utandyra

*sýna gangtegundir hestsins gegn gjaldi t.d. fyrir Reykjavíkurborg

*ath. númeruð sæti á stórsýningunni og ódýrara í endunum (fá fleiri).

Fákssvæðið

*Lokuð vinnuaðstaða, hringgerði og vinnugerði með háum þiljum þannig að hestar sjái ekki út og skjól fyrir vindi.

*Reiðvegturinn í gegnum Hvammsvöllin, þarf að færa

*Fleiri hreinsunardaga, betri fyrirvara á auglýstum hreinsunardögum t.d. á haustin

*Virkaja betur félagsandann – bera virðingur fyrir umhverfi okkar, fylgja reglum sem félagið setur

*Fá meiri lýsingu t.d. Tryppahringinn

*Þrautabraut inn á miðjuna á stóra vellinum en pass aða Asavöllurinn fái að halda ´ser og verði set öryggisgirðing utan um hann so að börnin séu örugg á honum.

*Vantar leiksvæði fyrir börn (rólur, rennibrautir o.þ.h.) á öruggum stað þar sem þau trufla ekki ríðandi umferð t.d. fyrir aftan félagsheimilið.

*Setja upp þarutabraut til reynslu við kerrustæðið við félagsheimliðipð, eða selja hestahúsaleóðir og fá aur í kassann

*Stofna umhverfisnefnd sem skipulegur hreinsunardaga, hreisnun, hvar, hvenær er þörf. Annar hreinsunardagurinn gæti verið t.d. tekið til í /við eigið hús og þá janfvel tilboð á málingu o.þ.h. Ýlfa og Þórey bjóða sig fram í þessa nefnd.

*Félagið setji gott fordæmi og hafi snyrtilegt í kringum Reiðhöll og Félagsheimili.

Félagslíf í Fáki

*Félagslífið er gott það sem er þegar í gangi s.s. kvennakvöld, herrakvöld, þorrablóð, sameiinlegir reiðtúrar, uppskeruhátíðin kvennareiðin, hlégarðsreiðin, limsveislan, kaffihlaðborðið  osfrv. síðan þyrfti að bæta við eins og.

*Kvennatölti,

*50+ balli

*Opið hús með kaffi tvisvar í mánuði – spjall ofl.

*miðnæturtölti

*fjölskyldumóti, liðakeppni í Reiðhöllinni

*Eldri borgara hittingur

*Sviðaveislu – sláturveisla

*Þrautakeppnum

*Boðhlaupskeppnum á gangi

*Eitthvað fyrir alla klúbburinn – setja hann aftur í gang.

Margt fleira rætt og skrafan en það er ljóst að það verður af nógu að taka í vetur og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.