Mótaröð fáks var haldin í fyrsta skipti í fyrra við góðar undirtektir og verður með sambærilegu sniði í vetur.

Mótaröðin samanstendur af tvígangsmóti, þrígangsmóti, töltmóti og þrautabraut.

Næstkomandi Föstudag, þann 31. janúar kl 19:30 verður fyrsta mót af fjórum í Mótaröð Fáks 2014.
Fákur býður öllum gestum upp á pylsu og gos en einnig verður veitingasala á staðnum.

Keppt er í tveimur aldursflokkur og svo tveimur styrkleikaflokkum innan hvers flokks.
– 16 ára og yngri, tveir flokkar, minna keppnisvanir og keppnisvanir.
– 17 ára og eldri (þeir sem verða 17 á árinu), tveir flokkar, minna keppnisvanir og meira keppnisvanir.

Einungis er heimilt að skrá tvo hesta á hvern keppanda.

Skráningagjöld eru 500 kr fyrir 16 ára og yngri og 1500 kr fyrir 17 ára og eldri.
Skráning er icahrh@elkem.com og með millifærslu á reikning 0535-14-400312 kt. 520169-2969
Einnig er hægt að skrá sig milli 18 og 22 fimmtudaginn 30. janúar hjá vaktmanni í reiðhöllinni.
Ath aðeins þeir sem greitt hafa skráningagjöld fyrir föstudagsmorgun verða settir á ráslista

Fyrirkomulag:
Tvígangsmót: Fegurðartölt og Brokk (í þessari röð)
Hefst kl 19:30
Keppt í eftirfarandi röð:
16 og yngri minna vanir
16 og yngri meira vanir
16 og yngri úrslit minna vanir
16 og yngri úrslit meira vanir
17 og eldri minna vanir
17 og eldri meira vanir
17 og eldri úrslit minna vanir
17 og eldri úrslit meira vanir
Stig eru veitt samkvæmt eftirfarandi:
1. Sæti – 12 stig
2. Sæti – 10 stig
3. Sæti – 8 stig
4. Sæti – 7 stig
5. Sæti – 6 stig
6. Sæti – 5 stig
7. Sæti – 4 stig
8. Sæti – 3 stig
9. Sæti – 2 stig
10. Sæti – 1 stig

Allir að mæta, taka þátt eða hvetja knapa áfram, veitingasala á staðnum.