Í tilefni af Degi íslenska hestsins sem er 1. maí eru Hestadagar dagana 29. apríl – 1. maí. Miðbæjarreiðin verður á sínum stað á sunnudaginn og hefst hún formlega við Hallgrímskirkju kl 13:00.
Riðið verður niður Skólavörðustíg og um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og inn á Austurvöll. Þar gefst fólki tækifæri til að klappa hestunum og spjalla við knapana. Frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma saman og ríða um miðbæinn í hópi hestamanna.
Menn eru hvattir til að sameinast í hestakerrur og verður hægt að leggja þeim á móts við BSÍ eins og áður. Verður lagt af stað ríðandi þaðan stundvíslega kl 12:30 upp að Hallgrímskirkju þar sem hin formlega reið hest.
Hvetjum alla til að mæta tímalega niður á BSÍ og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.