Fyrsta mótið í Meistarakeppni Æskunnar og Íshesta verður sunnudaginn 1. mars nk. í Herði. Keppt verður í tölti í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki og er mótið opið fyrir alla í þessum aldursflokkum. Keppnisfyrirkomulagið er T3, þar að sem eru 3 inn á í einu og riðið eftir þul, hægt tölt, hraðabreytingar og yfirferð. Ekki þarf að taka það fram að fylgt er keppnisreglum LH varðandi keppnisbúnað og járningarreglur.

Skráning fer fram á sportfeng og lýkur föstudagskvöldið 27. febrúar. Nánari dagskrá og ráslistar verða svo birtir á laugardeginum. Skráningargjald er aðeins kr. 500 því ætlunin er að fá fyrirtæki til að styrkja þessa keppni, svo ef foreldrar keppenda reka fyrirtæki þá mega þau hafa samband og styrkja mótaröðina því margt smátt gerir okkur kleift að halda úti skemmtilegri mótaröð fyrir æsku landsins 🙂

Linkur á skráninguna:    http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Velja þarf Aðrir sem hestamannafélag og í atburð velja Meistarkeppni Æskunnar og Íshesta. Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur.

Mótið hefst seinnipartinn á sunnudaginn (fer eftir skráningafjölda hvenær það hefst) og áætluð mótslok eru kl. 19:00 er úrslit klárast. Mótið er sjálfstætt sem slíkt en einnig er það liður í mótaröð Meistarakeppni Æskunnar og Íshesta og munu stigahæstu knaparnir verða svo verðlaunaðir í lok Meistarakeppninnar. Hin mótin eru:

22. mars Þrautabraut (smali) í Fáki

19. apríl Fjórgangur í Spretti

26. apríl Fimmgangur í Fáki (keyrt með Líflandsmótinu)

Hlökkum til að sjá sem flesta en veitt verða einnig verðlaun fyrir prúðmannlega reiðmennsku og snyrtilegasta parið.