Litla-Fáksmótið verður haldið fyrir Fáksmenn miðviku- og fimmtudagskvöldið 18. og 19. júní nk. Keppt verður í helstu greinum í eftirfarandi flokkum. Athugið að mótið er lokað þ.e. að allir flokkar eru fyrir Fáksfélaga nema 100 m skeið sem eru öllum opið. Náist ekki þátttaka í einhverjum flokki gefur mótanefnd sér leyfi til að sameina flokka.

F2 – fimmgangur opinn flokkur

F2 – fimmgangur 2. flokkur

T3 – Tölt opinn flokkur

T3 – Tölt 2. flokkur

V2 – Fjórgangur opinn flokkur

V2- Fjórgangur .2 flokkur

T4 – slakataumatölt

100 m skeiði

Í ungmenna, unglinga og barnaflokki verður keppt í eftirfarandi flokkum;

Tölt (T3), fjórgangi (V2), fimmgangi (F2, nema ekki í barnaflokki) og slakataumatölti T4.

Verð pr. skráningu er kr. 3.000 en 2.500 fyrir börn og unglinga.

Skráning á sportfengur http://temp-motafengur.skyrr.is/ og hefst hún á föstudaginn og stendur til kl. 20:00 á  mánudaginn 16. júní.