Líflandsmót Fáks verður haldið 26. og 27. apríl. Þar sem mótið hefur stækkað frá ári til árs verður það í fyrsta skipti á tveimur dögum. Búið er að bæta við tveimur keppnisgreinum en þær eru fimi og slaktaumatölt. Skráningargjöld eru aðeins 1.800 kr á hverja skráningu en skráning verður frá miðnætti 21. og fram að miðnætti 23. apríl á  http://temp-motafengur.skyrr.is/  (Veljið skráningu, mót, félag og svo fylla út reitina)

Vegleg þátttökuverðlaun frá Líflandi! Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessu skemmtilega móti :)

Keppt verður í tölti, slakataumatölti, fjórgangi, fimi og fimmgangi, nema í barnaflokki en þar verður keppt í T7 í staðinn.