Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks 2018 verður haldið í TM Reiðhöllinni, Víðidal þann 15. apríl. Þetta er kjörið tækifæri fyrir unga knapa að stíga sín fyrstu skref.

Á mótinu verða 3 dómarar og keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokkur (2009 og síðar) Teymdir / ríða sjálfir
Barnaflokkur (2005 – 2008) Tölt T7, tölt T3, fjórgangur V2, fjórgangur V5.
Unglingaflokkur (2001 – 2004) Tölt T7, tölt T3, fjórgangur V2, fjórgangur V5 og fimmgangur F2.
Ungmennaflokkur (1997 – 2000) Tölt T3, fjórgangur V2 og fimmgangur F2.

Skráningargjald er 2.500 kr. á grein og skráning fer fram á Sportfeng frá sunnudegi til miðnættis miðvikudags 12. apríl.  http://skraning.sportfengur.com/

Skráning í pollaflokk fer fram á aeskulydsdeildfaks@gmail.com og taka þarf fram nafn og aldur barns, einnig nafn, aldur og lit hests og hvort að polli ríði sjálfur eða sé teymdur. Ekkert skráningargjald er í pollaflokkinn.

ATH. eftir auglýstan tíma verður ekki tekið á móti skráningum.

ATH. mótsnefnd áskilur sér þann rétt að fella niður flokk ef næg þátttaka næst ekki.

 

Útskýring á greinum (gangtegundir sýndar eftir fyrirmælum þular):

T3 (hægt tölt, snúið við, tölt með hraðamun, yfirferðartölt)

T7 (hægt tölt, snúið við, frjáls ferð á tölti) *

V2 (hægt tölt, hægt til milliferðar brokk, meðalfet, hægt til milliferðar stökk, yfirferðartölt)

V5 (frjáls ferð á tölti, hægt til milliferðar brokk, meðalfet, hægt til milliferðar stökk) *

*Knapar sem taka þátt í T7 mega ekki taka þátt í T3 á sama móti. Og knapar sem taka þátt í V5 mega ekki taka þátt í V2 á sama móti.

Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, ráslistar o.fl. verða birtar á netmiðlum hestamanna, vefsíðunum fakur.is, lifland.is og á facebook þegar nær dregur. Veitingasala verður í Reiðhöllinni.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Æskulýðsdeild Fáks.