Næstkomandi föstudag 23. janúar verður leikja- og þrautadagur fyrir unga Fáksara í Lýsishöllinni.Fjörið hefst kl: 17:15 og er áætlað að því ljúki í kringum 18:15. Reiðhöllin verður því lokuð á milli 17:00 og 18:15 á föstudaginn kemur.

Sett verður upp þrautabraut þar sem knapar ríða í gegn og leysa ákveðin verkefni. Þrautabrautin er skemmtileg og góð æfing til að æfa stjórn og stefnu á hestinum sínum.

Fyrir þá sem ekki geta mætt með hest verða líka leikir og þrautabraut án hests.

Ef það eru einhverjar spurningar er hægt að hafa samband á netfangið vilfridur@fakur.is

Við hvetum alla unga Fáksara til að mæta og hafa gaman saman bæði með og án hests.

Hlökkum til að sjá ykkur.