Boðað er til félagsfundar í Fáki um málefni Landsþings LH, miðvikudagskvöldið 14. sept kl. 20:00, í félagsheimili Fáks en Landsþing hestamanna verður haldið í Stykkishólmi 14. og 15. október.

Fyrir fundinum liggja tvö mál.

  1. Ályktanir eða málefni sem félagsmenn vilja að verði rædd á Landsþinginu.
  2. Kosningar um fulltrúa á landsþingið fyrir Fák (aðra en þá sem eru sjálfkjörnir).

Allir velkomnir og eru félagsmenn hvattir til að mæta og leggja orð í belg varðandi málefni sem snerta hestamennskuna í heild.