Þá er komið að hinni árlegu Kvennareið Fáks. Lagt verður af stað frá TM Reiðhöllinni kl 19:00 og farin sama leið og í fyrra. Reiknað er með að vera komin til baka að TM Reiðhöllinni um klukkan 21:00 þar sem Hamborgarabúllan mun grilla hamborgara og tilheyrandi fyrir hópinn. Þemað eru íslensku fánalitirnir.

Við biðjum ykkur sem ætlið að mæta í reiðina og matinn, já eða bara matinn að leggja inn á reikning Fáks í síðasta lagi fimmtudaginn 17. maí. Reikningsnúmerið er 535-26-1922, kt 520169-2969. Maturinn kostar 2.500kr

Allar nánari upplýsingar eru á Facebooksíðu kvennadeildar, Fákskonur.

Hlökkum mikið til kvöldsins