Íþróttamaður og íþróttakona ársins voru útnefnd af Íþróttabandalagi Reykjavíkur í Ráðhúsinu í gær. Tilnefndir voru 10 einstaklingar sem þóttu skara fram úr á árinu og var Fáksfélaginn Konráð Valur Sveinsson einn af þeim, enda varð hann tvöfaldur heimsmeistari á árinu. Ragnar Bragi, bróðir Konna, hljóp í skarðið fyrir hann og náði í verðlaunagripinn, enda Konni upptekinn við nám í Bandaríkjunum.
Íþróttamaður ársins var valinn Helgi Sveinsson frá Fáki og Íþróttakona árins var valin Aníta Hinriksdóttir úr ÍR
Aðrir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:
- Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR
- Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi
- Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni
- Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur
- Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Sundfélaginu Ægi
- Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður úr KR
- Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona úr ÍR
- Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni
- Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni
- Konráð Valur Sveinsson, hestamaður úr Fáki
- Stella Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Fram
- Sunna Víðisdóttir, kylfingur úr GR