Kökuhlaðborð kvennadeildar Fáks er á laugardaginn og verður riðið á móti Harðarmönnum að venju. Lagt verður af stað frá hringgerðinu við D-tröðina (neðan við C-tröðina) á slaginu kl. 13:00 Riðið verður upp í nýja gerðið á Hólmsheiðinni svo þetta er léttur reiðtúr á einum hesti. Veðurspá er góð svo við hvetjum alla til að ríða á móti kátum Harðarfélögum sem fjölmenna til okkar og á kökuhlaðborðið.