Hin árlega kirkjureið í Seljakirku verður sunnudaginn 28. apríl nk. Lagt verður af stað frá öllum hestamannafélögunum og hist að Heimsenda og þaðan er riðið í Seljakirkju. Brokkórinn verður á staðnum og syngur nokkur vel valin lög við messuna og nýr formaður Spretts flytur ávarp. Boðið verður upp á kaffi og með því eftir messuna. Frekari dagskrá og tímasetning auglýst síðar.

Allir að taka daginn frá og mæta.