Reglur um kerrusvæði Fáks við Breiðholtsbraut

  1. Kerrusvæði er eingöngu fyrir skuldlausa félagsmenn Fáks.
  2. Allir leigjendur þurfa að skrá sig og kerrur sínar í formið hér að neðan.
    • Tveir aðilar (tvö símanúmer) geta verið um hverja kerru.
    • Símanúmer tengd leigjendum geta hringt í hliðið inn á svæðið til að opna það.
  3. Leigjendur greiða árgjald fyrir kerrur sínar. Greiðsluseðlar eru sendir í október ár hvert fyrir tímabilið 1. nóvember til 31. október.
    • Stjórn ákveður árgjald fyrir 1. ágúst ár hvert.
  4. Óheimilt er að geyma annað en hestakerrur á svæðinu.
  5. Óheimilt er að veita þriðja aðila aðgang að svæðinu.

Árgjald á kerrusvæði 1. nóvember 2024 til 31. október 2025.

Verð per kerru: 20.000 krónur.