Námskeiðið er níu verklegir einkatímar og einn bóklegur tími. Á námskeiðinu fara Anna og Friffi yfir undirbúning hests og knapa fyrir keppni en þau eru bæði með nemandanum í tímum. Í byrjun verður farið í uppbyggingu á því sem þarf að bæta hjá hverjum hesti og knapa og lagt upp með að knapar fái skilning á því hvrning sé hægt að gera betur í keppni frá sjónarhóli reiðkennarans og dómarans.

Kennt verður í 30 mín. einkatímum á þriðjudögum og hefst námskeiðið 4. febrúar og lýkur í byrjun apríl. Í byrjun og lokin eru nemendur látnir ríða keppnisprógramm og gefin verður einkunn fyrir öll atriði, þau síðan rædd og unnið út frá þeim punktum.

Verð er kr. 56.500

Skráning fer fram á sportfeng (sjá vefslóð og nánari leiðbeiningar).

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja félag (Fák).

2. Kennitala þátttakanda osfrv.

4. Velja atburð (haka við það námskeið og tímasetningu sem nemandinn velur), ef ekki er hægt að haka við þá er sá hópur orðinn fullur.

5. Setja í körfu og ganga síðan frá greiðslu (námskeiðið ekki klárt fyrr en búið er að greiða).

Nánari upplýsingar í síma 898-8445