Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni byrjar í næstu viku og kallast það „Alla leið“. Aðal reiðkennarinn er margfaldur heimsmeistari, Íslandsmeistari, Íþróttamaður ársins og svo mætti lengi telja en ekki síst frábær reiðkennari, Sigurbjörn Bárðarsons. Hann mun hafa yfirumsjón með námskeiðinu og fá svo einvala lið til aðstoðar eftir þörfum.

Námskeiðið er tvískipt og er fyrri hlutinn fram að landsmótsúrtöku. Fyrst verður þó hugað að Reykjavíkurmótinu, síðan landsmótsúrtökunni, svo hefst annað námskeið fyrir þá sem vilja halda áfram (komust á landsmót) og svo eftir landsmót verður hugað að atriðum fyrir Íslandsmótið, þannig að haldið verður mjög vel utanum hópinn. Námskeiðið eru bæði einkatímar og hóptímar og verður það í Reiðhöllinni og úti á hringvelli (fer eftir veðri ofl.). Stefnt er að því að fara í æfingaferð með hópinn eftir landsmótsúrtökuna.
Í byrjun verður stöðumat þar sem styrkleikar og veikleikar hjá knapa og hesti verða metnir og unnið út frá því og þeim markmiðum sem knapinn setur sér með aðstoð Didda. Stefnt er að því að halda æfingamót vikuna áður en landsmótsúrtakan fer fram með dómurum, videóupptökum og svo verður farið yfir það með knöpunum því nauðsynlegt er að sjá sjálfan sig og gott að ræða frammistöðuna með reiðkennurum og dómurum og til að finna leiðir til að gera betur. Einnig verða haldnir fyrirlestrar þar sem afreksmenn, íþróttasálfræðingar ofl. munu fara yfir raunhæfar markmiðssetningar, mataræði, undirbúning fyrir stórar keppnir osfrv.

Eftir landsmótsúrtökuna verður áframhaldandi námskeið þar sem knöpunum verður fylgt vel eftir og stefnt er að því að fara með þeim í æfingabúðir og fylgi þeim alveg eftir á landsmótinu – í braut og taka á móti þeim úr braut (sem er líka mikilvægt).

Námskeiðið hefst í næstu viku mun það verða seinnipartinn á þriðjudögum (raðað niður í tíma seinna)
Verð: Verð á námskeiðinum fer svolítið eftir þátttökufjölda en reynt verður að hafa það í algjöru lágmarki og verður námskeiðin niðurgreitt af Fáki líka.

Skráning: Áhugasamir verða að senda póst á fakur@fakur.is með nafni, kennitölu, gsm símanúmeri – fyrir sunnudaginn 1. maí.