Hið margrómaða Kaffihlaðborðið Kvennadeildar Fáks er á morgun, laugardag kl 14-17 í Félagsheimilinu. Harðarmenn koma í heimsókn, allir velkomnir, glæsilegar veitingar.

Kvennadeildin verður komin í félagsheimilið kl 12 að taka á móti veitingum.

Riðið verður á móti Harðarmönnum og lagt af stað kl. 12:30 frá TM-Reihöllinni. Riðið verður upp í Ósakot þar sem við hittum Harðarmenn. Allir að koma með í skemmtilegan reiðtúr enda veðurspáin björt og falleg.