Þá er Íslandsmeistaramóti í hestaíþróttum 2018 lokið. Það var haldið af hestamannafélaginu Spretti á félagssvæði Fáks. Mótið heppnaðist einstaklega vel og var hestakosturinn eins og best verður á kosið. Keppt var á bæði Brekkuvelli og Hvammsvelli fyrri dagana en úrslit fóru fram á Hvammsvellinum.

Fjöldi Fáksfélaga keppti á mótinu við góðan árangur og urðu Íslandsmeistarar Fáks hvorki fleiri né færri en 12, frábær árangur þar. Óskum við öllum Fáksmönnum til hamingju með góðan árangur á mótinu og nýkrýndum Íslandsmeisturum til hamingju með titlana en þeir eru:

 • Hákon Dan Ólafsson, Messa frá Káragerði – gæðingaskeið unglinga
 • Arnór Dan Kristinsson, Dökkvi frá Ingólfshvoli – tölt ungmenna
 • Arnór Dan Kristinsson, Dökkvi frá Ingólfshvoli – samanlagður fjórgangssigurvegari ungmenna
 • Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, Bjarkey frá Blesastöðum 1A – fimmgangur ungmenna
 • Sölvi Karl Einarsson, Vörður frá Hafnarfirði – samanlagður fimmgangssigurvegari ungmenna
 • Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – 100m skeið meistaraflokk
 • Konráð Valur Sveinsson, Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – 250m skeið meistaraflokk
 • Sigurður Vignir Matthíasson, Léttir frá Eiríksstöðum – gæðingaskeið meistaraflokk
 • Sigurður Vignir Matthíasson, Léttir frá Eiríksstöðum – 150m skeið meistaraflokk
 • Árni Björn Pálsson, Flaumur frá Sólvangi – fjórgangur meistaraflokk
 • Teitur Árnason, Hafsteinn frá Vakurstöðum – fimmgangur meistaraflokk
 • Hulda Gústafsdóttir, Valur frá Árbakka – Tölt T2 meistaraflokk