Þar sem nú eru vorleysingar í gangi (mikil rigning og frost ekki farið eða að fara úr jörðu) verður að passa keppnisvellina okkar svo þeir verði ekki fyrir skemmdum. Hvammsvöllurinn er viðkvæmastur í þessu tíðarfari svo við verðum að loka fyrir alla umferð á honum á meðan þessi tíð er, bæði beinu brautinni og hringnum. Beinu brautinni verður því lokað í báða enda og biðjum við hestamenn að virða það í þennan tíma enda nóg af öðrum leiðum til að fara á meðan. Einnig er hægt að þjálfa á Brekkuvellinum sem er ekki eins viðkvæmur og Hvammsvöllurinn en ef vellirnir eru mjög blautir viljum við helsta ekki að verið sé á þeim, enda svolítið hættulegt fyrir hestana.
Mikilvægt er að hugsa vel um aðal vellina okkar enda stórmót framundan s.s. Íslandsmótið í sumar, Reykjavíkurmót og gæðingamót Fáks í maí.