Sól og blíða, kátir hestar og hestamenn leggja í hina árlegu Hlégarðsreið nk. laugardag (6. maí). Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 13:00 frá TM-Reiðhöllinni og hvetjum við alla til að mæta og taka þátt í þessari skemmtilegu reið. Einnig hvetjum við þá sem ekki geta farið á ferfættu vinum sínum að koma þá akandi og gæða sér á veisluborði Harðarfélaga sem mun svinga undan kræsingum að venju í Harðarbóli(mæting um 15:00).
Tækifærið gerist ekki betra, frábært veður, flottar reiðleiðir og skemmtilegur félagsskapur svo ekki sé nú talað um kökuhlaðborð Harðarmanna.