Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá: bókleg og verkleg kennsla, reiðtúrar, gestakennarar, kennslusýningar og vettvangsferðir!
Umsjónarmenn hestaíþróttaklúbbsins eru reiðkennararnir Karen Woodrow og Sif Jónsdóttir. Báðar hafa þær starfað sem tamningamenn og reiðkennarar ásamt því að hafa reynslu af því að vinna með börnum og unglingum í skipulögðu félagsstarfi.
Aldur: 10 – 16 ára
Skilyrði: Aðgangur að hesti og reiðtygjum fyrstu 6 vikurnar að hausti til og frá miðjum janúar í 12 vikur. Að knapi sé sjálfbjarga á baki og treysti sér til útreiða.
Kynningafundur fer fram mánudaginn 25 ágúst kl 18.30 í Guðmundarstofu!
Nánari upplýsingar á icelandkaren@gmail.com, sifjons85@gmail.com eða fakur@fakur.is
Hlökkum til að sjá ykkur!