Viljum minna alla alvöru hestamenn og aðrir skemmtilega menn á að miðasala á Herrakvöld Fáks er í fullum gangi og hægt er að kaupa miða í Skalla og Reiðhöllinni (sennilega verða ekki seldir miðar við innganginn því það stefnir í að verða uppselt). Frítt inn kl. 23:30 fyrir dömur og mun diskótekarinn Bjarni töfra sjá um að halda uppi stuðinu á dansgólfinu fram eftir nóttu. Logi Bergmann verður veislustjóri og ræðumaður og er Hjörtur búinn að lauma að honum nokkrum gullkornum svo það verður skotið á alla (nema formanninn). Sögu- og landsnámshestamaðurinn Elli Sig mun láta vaða á súðum að sinni valkunnu snilld, sögur sem sagður eru sannar en ekki þola dagsbirtuna. Einnig er boðið upp á eitt glæsilegasta villibráðarhlaðborð landsins sem, hestamálverk eftir Bjarna Þór og Sigurlínu í Fellskoti verða boðin upp, folatollar, happadrætti með ótrúlegum vinningsmöguleikum og vinningar að verðmæti 1 milljón í boði. Markmiðið með Herrakvöldinu er að safna fyrir snjótönn til að ryðja reiðvegina okkar.
Miðaverða aðeins kr. 7.500 .
Allir skemmtilegir hestamenn taka daginn frá og mæta laugardagskvöldið 12. október nk. Miðasala í Skalla (koma með 7.500 kall í peningum og málið dautt) og Reiðhöllinni.
Virðulegur klæðnaður skilyrði.Forpartý um allan bæ – bara að troða sér í einhvert þeirra og mæta áður en borðhaldið hefst kl. átta (húsið opnar kl. 19:00)
Herranefndin