Nú verða allir karlpungar að taka daginn frá því hið árlega Herrakvöld verður haldið laugardaginn 11. okt. nk. Það er því fínn tími til að láta hreinsa gleðigallann eftir síðasta gigg því allir skemmtilegir karlar munu mæta og hafa gaman saman.
Ræðumaður og veislustjóri kvöldsins, Gísli Einarsson, mun fara út og suður í sínum alkunnu orðasnilld enda maðurinn landsþekktur hestamaður með meiru alla vega sést hann oft þar sem eru hestamenn, matur og vín samankomnir 🙂
Villibráðarhlaðborð Silla mun svigna undan fjölbreyttum kræsingum og var það mál manna í fyrra að aldrei hafi verið eins góður matur á boðstólum og þá og ekki verður hann síðri í ár.