Fákur býður Heldri Fáksmönnum í skemmtilega vorferð austur fyrir fjall nk. laugardag. Lagt verður af stað frá Guðmundarstofu kl. 10:00 á laugardagsmorgunin 27. maí. Byrjað verður á því að fara í heimssókn til Fákshjónanna Hinna og Huldu á Árbakka. Næst verður keyrt í Leirubakka þar sem snætt verður léttur hádegisverður á Heklu hótelinu og fræðst um ræktun Kolkóshrossa hjá Andersi Hansen bónda. Á heimleiðinni verður komið við í Austurási hjá Hauki og Röggu og flotta aðstaðan þeirra skoðuð. Áætluð heimkoma um 16:00

Allir velkomnir á meðan rútupláss leyfir en tilkynna þarf þátttöku í síma 893-1090 (Birgir Rafn) fyrir hádegi á föstudag.