Fákur býður keppendum og félagsmönnum í grill á sunnudaginn eftir knapafundinn,þ.e. kl.19:00 sunnudaginn. Grillið verður í stóra tjaldinu á almenna tjaldstæðinu (við hliðina á hjól- og fellihýsastæðinu).

Þá verða einnig í boði Fáksúlpurnar, peysurnar og húfurnar (koma þarf með pening).

Einnig verður boðið upp á matarmikla súpu og brauð á þriðjudaginn í hléinu áður en milliriðar í B-flokki byrja frá kl. 17:00 – 18:00. Gott að fá eitthvað heitt í kroppinn 🙂 Allir velkomnir

ÁFRAM FÁKUR.