Að venju eru gámar fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði frá kl. 17:00-19:00. Þessi þjónusta er fyrir skuldlausa félagsmenn í Fáki og viljum við minna þá á sem eru að nýta sér þjónustu Fáks og eru ekki félagar að gerast félagsmenn í Fáki, því saman verðum við öflugri. Okkur sýnist það vera um 30% af þeim sem eru með hesta á svæðinu sem eru ekki félagsmenn.

Allir muna reglurnar (bara baggaplast í annan gáminn og annað rusl (ekki timbur eða járn))