Umsóknir um pláss í félagshesthúsi Fáks 2025-2026
Uppfært 17. júlí 2025
Opið er fyrir umsóknir í félagshesthús Fáks veturinn 2025 til 2026. Félagshesthúsið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku og eiga ekki aðstandendur í hestamennsku. Ungmenni allt að 21 árs geta sótt um en 10-18 ára ganga fyrir.
Þau sem sækja um og fá pláss koma með eigin hest og allan búnað tengdan hestinum.
Iðkendur eru hvattir til að sækja námskeið á vegum félagsins sem í boði eru yfir veturinn.
Hægt er að nýta frístundastyrki bæjarfélaganna við greiðslu á plássi fyrir hestinn.
Skilyrði fyrir umsókn:
- Sá aðili sem sótt er um fyrir sé milli 10-18 ára aldurs. Ungmenni allt að 21 árs geta sótt um en 10-18 ára ganga fyrir.
- Sá aðili sem sækir um hefur hug á að taka virkan þátt í félagshesthúsi Fáks, sinnir sínum hesti og tekur þátt í að vinna þau verk sem þarf að vinna í félagshesthúsinu.
- Hestur sem sótt er um pláss fyrir er taminn og laus við húslesti. Umsjónarmaður hesthúss sér um að raða hestum í stíur.
- Allir umsækjendur fá póst hvort þeim hafi verið úthlutað plássi eða ekki.
- Barn/unglingur verður skráð í hestamannafélagið Fák ef það er ekki félagi fyrir.
- Foreldrar og forráðamenn skulu vera skuldlausir við félagið.
- Gjaldskrá veturinn 2025 til 2026 verður ákveðin í ágúst. Mánaðargjald per hest fyrir börn-unglinga-ungmenni er X. Innifalið eru gjafir, hey og undirburður.
- Athugið að leigutaka ber að viðra og hreinsa stíu síns hests daglega.
Séu laus pláss til útleigu fyrir fullorðna er mánaðargjald þeirra 54.500 krónur.
Tímabil í boði:
Frá 1. september 2025 til 20. júní 2026.
Frekari upplýsingar veitir Einar í tölvupósti á einar@fakur.is