Til að halda úti öflugu félagslífi þarf Fákur á félagsgjöldum frá félagsmönnum að halda, enda væri ekkert félag til ef menn greiddu ekki félagsgjöld. Við þökkum þeim kærlega fyrir sem hafa greitt félagsgjaldið á réttum tíma – því sameinuð stöndum vér. Í mörg horn er að líta er kemur að hagsmunagæslu fyrir Fáksmenn en huga þarf að tilverurétti okkar gangvart stjórnkerfinu, reiðvegum (mokstri og halda þeim góðum), eignum okkar (hesthúsunum) Fákssvæðinu (reiðgerðum ofl.), Reiðhöllinni, mótum, námskeiðum og almennu öflugu félagslífi.
Eins viljum við minna þá á sem hafa ekki greitt að í lögum félagsins stendur m.a. að félagar sem skulda árgjald hafa ekki rétt til að taka þátt í keppnum á vegum félgsins né réttindi á fundum þess og að þeir falli útaf félagskrá 1. janúar það ár. Við hvetjum alla þá sem gleymdu sér að greiða félagsgjaldið sem fyrst og koma í veg fyrir að detta út af félagaskrá.
Kveðja frá stjórn Fáks