Í dag var undirritaður samstarfssamningur á milli Hestamannafélagsins Fáks og Tryggingamiðstöðvarinnar. Þessi samningur felur í sér víðtækt samstarf og samvinnu á milli Fáks og TM. Á meðan samningurinn er í gildi mun reiðhöllin eftirleiðis heita TM-Reiðhöllin. Einnig nær samningurinn til trygginga félagsmanna og t.d. mun Fákur fá 10% af virði nýrra iðngjalda Fáksverja og þess vegna hvetjum við alla til að flytja tryggingarnar sínar yfir til TM. Þið getið haft samband við Þórir Örn Grétarsson, Tóta, á netfangið thorirog@tm.is eða hringja í hann í síma 897 7654 og hann mun örugglega bjóða ykkur góð kjör og klára málið fyrir ykkur.
Við hlökkum til að eiga gott samstarf við TM og hvetjum alla til að tryggja sig og hestana sína hjá þeim enda segir ánægjuvogin að þeir sem tryggja hjá TM séu ánægðastir