Keppnisnámskeið hugsað fyrir börn,unglinga og ungmenna sem stefna í landsmótsúrtöku og svo alla leið á landsmót.

Fyrirkomulagið verður þannig að í byrjun apríl verður stöðumat þar sem reiðkennarar taka út knapa og hest og staðsetja hvað er gott og hvað þarf að bæta. Það verða 3-4 tímar fram að Reykjavíkurmóti og síðan verða 4-5 tímar fram að landsmótsúrtöku.  Reiðkennararnir sem koma að verkefninu eru Anna Valdimarsdóttir, Friðfinnur Hilmarsson, Hrefna María Ómarsdóttir og Henna Sirén.

Eftir landsmótsúrtökuna verður áframhaldandi námskeið þar sem æskunni verður fylgt vel eftir og stefnt er að því að reiðkennarar fari með þeim í æfingabúðir og fylgi þeim alveg eftir á landsmótinu – í braut og taki ða móti þeim úr braut.

Námskeiðin verða í tveimur hlutum, fram að úrtöku og eftir úrtöku. Verð á námskeiðinum fer svolítið eftir þátttökufjölda en reynt verður að hafa það í algjöru lágmarki.

Áhugasamir verða að senda póst á fakur@fakur.is með nafni, kennitölu, gsm símanúmeri – fyrir sunnudaginn 30. mars.