Laugardaginn 22. nóvember fór fram sýnikennsla í hestafimleikum í Fáki en þetta var fyrsti viðburður fræðslunefnda hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Hestafimleikar sem íþróttagrein verður vinsælli með hverju árinu meðal barna og unglinga.
Hestafimleikar eru samvinna með hestinum sem er lifandi dýr, og er traust á milli manns og hests algert grundarvallaratriði en börnin læra einnig að umgangast hestinn á öruggan hátt. Allt frá 4ja ára aldri eru hestafimleikar frábær leið til að þjálfa jafnvægi og traust á hestinum áður en farið er í hnakkinn.
Í þessari íþrótt er enginn aldurs eða kynjaskipting og er þetta gríðarlega góð og fjölbreytt líkamleg þjálfun fyrir ungt fólk. Hægt er að stunda hestafimleika bæði sér til skemmtunar, sem tómstundarahugamál eða sem keppnisgrein. Þá er þetta góð viðbót fyrir börn sem eru í fimleikum því æfingar á hesti eru enþá meira krefjandi en á gólfi.

Á sunnudeginum var svo námskeið fyrir börn og unglinga sem fengu að prófa æfingar á lifandi hesti en einnig á æfingatækjum á gólfi. 26 krakkar mættu og fengu að spreyta sig í hestafimleikum. Vakti það mikla lukku og er klárlega góð viðbót við hið hefbundna reiðkennslu form.

Við þökkum Kathrinu Schmitt og þjálfurum ásamt sýningarhóp hennar kærlega fyrir virkilega skemmtilega og áhugaverða sýnikennslu.