Aðventuferðin í ár verður að Auðsholshjáleigu og verður með þessu sniði.
Laugardaginn 10. desember er áætluð mæting í reiðhöllinni í Víðidal kl 10:00
Lagt verður af stað með rútu kl 10:15 Leiðin liggur síðan yfir Hellisheiði og heima að Auðsholtshjáleigu þar sem Kristbjörg og Þórdís munu taka á móti okkur og sýna okkur búgarðinn og kynna fyrir okkur starfsemina hjá fjölskyldunni.
Lofum að þetta verður allavega allskonar gaman.🍷
Þaðan förum við svo að Ingólfshvoli í Fákasel Þar sem Bryndís Mjöll framkvæmdarstjóri Fákasels og hennar fólk mun taka á móti okkur,
með dýrindis alveg sérstökum Jólabrunch. Þar getum við líka verslað vínföng á afslætti á barnum.
Þegar konur eru svo mettar og vonandi alsælar verður haldið heim á leið. 😍
Gleðjumst allar saman og tökum jólaskapið og jólapeysurnar með eins og í fyrra. 🐶
Feriðn með öllu kostar 4900 kr.
Fyrir hönd kvennadeildar Kolla