Stefnt er að því að halda aðalfund Fáks seinni partinn í mars (fer eftir því hvenær ársreikningar verða tilbúnir) en nánari dagssetning verður auglýst síðar.  Tveir stjórnarmenn ætla ekki að gefa kost á sér áframhaldandi stjórnarsetu svo það er um að gera að gefa kost á sér í stjórn Fáks en framboð þurfa að berast eigi síðan en viku fyrir aðalfund. Áhugasamir geta einnig haft samband við okkur á skrifstofunni fyrir nánari upplýsingar.