Einungis félagsmenn í Fáki geta keypt lykil í höllina.
Árgjald fyrir félagsmenn 2024:
- Lykill 1 er opinn frá 6:00 til miðnættis alla daga.
- 65.000 kr/árið + lykill
- Lykill 2 er opinn:
- Tímabilið 2. janúar til 31 maí. Virkir dagar frá 06:00 til 08:30 og 14:00 til miðnættis. Um helgar frá 6:00 til miðnættis.
- Tímabilið 1. júní til 1. janúar 06:00 til miðnættis alla daga.
- 20.000 kr/árið + lykill
Unglingar og ungmenni (14 til 21 árs): 50% afsláttur af árgjaldi.
10 til 13 ára: 6.000 krónur lyklagjald
67 ára og eldri fá 50% afslátt af árgjaldi.
Útleiga:
Tímagjald fyrir félagsmenn vegna reiðkennslu:
1/1 höllin – 21.000 kr (lágmark 4 tímar)
1/2 höllin – 10.000 kr
1/3 höllin – 4.500 kr
Eingöngu þeir sem eiga lykil að reiðhöllinni fá að nota hana. Lyklar sem eru notaðir af öðrum en þeim sem skráðir eru á viðkomandi lykil verður lokað.
Minnum jafnframt á umgengnisreglur hallarinnar en þær má sjá hér.
Umferðarreglur og umgengni í Lýsishöllinni
Að gefnu tilefni skal það áréttað að það gilda ákveðnar umgengnis og umferðarreglur í Lýsishöllinni. Fólk er hvatt til að kynna sér þær og fara eftir þeim.
Eingöngu þeir sem eiga lykil að reiðhöllinni fá að nota hana. Lyklar sem eru notaðir af öðrum en þeim sem skráðir eru á viðkomandi lykil verður lokað.
Félagsmaður sem vill leigja höllina undir reiðkennslu skal hafa samband við skrifstofu og panta tíma í henni.
Óheimilt er að vera með reiðkennslu í opnum tímum reiðhallarinnar. Lokað verður á lykla kennara og nemenda sem verða uppvísir að slíku og krafa stofnuð á viðkomandi með 50% álagi.
- KNÖPUM BER AÐ HREINSA UPP EFTIR HESTANA SÍNA og eru verkfæri til þess staðsett í reiðsal.
- Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.
- Látið aðra vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum vellinum en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
- Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.
- Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar þegar aðrir eru í salnum.
- Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.
- Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð.
- Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.
- Hringtaumsvinna fer engan veginn saman við þjálfun í reið og skal víkja þegar fleiri en 5 eru í höllinni. Hringtaumsvinna er einungis leyfð þegar allt reiðsvæðið er opinn.
- Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.
- Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.
- Reiðkennsla niðri á gólfi er bönnuð í opnum tímum.
- Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar inni.
- Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
Reiðhallardagatalið fyrir komandi mánuð er uppfært í lok líðandi mánaðar og bókunum bætt jafnóðum inn og þær berast eftir það. Bóka þarf höllina fyrirfram hjá framkvæmdastjóra einar@fakur.is eða í síma 898 8445.