Í framhaldi af stofnun Félags hesthúseigenda í Faxabóli, var sett upp sem fyrsta verkefni félagsins, að leita eftir samkomulagi við Reykjavíkurborg um framlengingu lóðarleigu hesthúsanna. Einnig þarf að taka upp viðræður við fyrirtæki borgarinnar Veitur um þau verkefni sem að þeim snúa. Á þeim tíma var lagt til af hálfu Fáks og Hesthúseigendafélagsins í Víðidal, að beðið yrði eftir niðurstöðum þess félags við Reykjavíkurborg, áður en okkar félag í Faxabóli hæfi formlegar viðræður. Fylgst hefur verið með framgangi viðræðna Víðidalsfélagsins og einnig hafa átt sér stað óformlegar viðræður okkar félags við aðila innan borgar. Nú standa mál þannig að líklega sé að sjá til lands í viðræðum Víðidalsfélagsins og að í framhaldi taki Faxabólsfélagið aftur upp þráðinn og hefji formlegar viðræður og við munum boða til fundar um leið og komnar eru skýrar línur um væntanlega niðurstöðu.
Í ljósi þess að á næsta ári verður Landsmót hestamanna á félagssvæði Fáks, þá viljum við í stjórn Félags hesthúseigenda í Faxabóli, hvetja alla okkar félagsmenn til að hlúa hvert okkar að sínu hesthúsi og umhverfi húsanna fyrir þann viðburð. Eitthvað getum við gert í ár og klárum vel fyrir mótið á næsta ári.
Með sumarkveðju
Stjórn Félags hesthúseigenda í Faxabóli.