Þriðjudagurinn 18. apríl er hinn árlegi hreinsunardagur Fáksmanna, enda er hann alltaf þriðjudaginn fyrir sumardaginn fyrsta.
Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00 og lýkur með grilli í Guðmundarstofu frá kl. 18:30 – 19:00
Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu OKKAR hreinu og snyrtilegu. Okkar svæði, okkar rusl og okkar að hafa það snyrtilegt og hreint.
Ruslapoka er hægt að nálgast í Reiðhöllinni (í andyrinu) en eins verður gengið í hesthús og afhentir pokar.
Margar hendur vinna létt verk.